top of page
arnar.jpg

Arnar Pétursson

Hefur þú þjálfað stelpur áður?

Já ég hef þjálfað yngri flokka hjá ÍBV í tvö ár og er nú landsliðsþjálfari kvenna í handbolta.

Ef þú hefur þjálfað stelpur hver finnst þér stærsti munurinn á að þjálfa stelpur og stráka? 

Munurinn er ekki mikill að mínu mati. En ef ég á að nefna eitthvað þá vilja stelpur fá mun nánari útskýringar á því sem á að gera en strákar. Á meðan strákarnir fara af stað í t.d. ákveðnar æfingar og læra með því að gera, vilja stelpur fá það á hreint hvernig á að gera æfinguna og af hverju áður en farið er af stað.

Hver heldurðu að algengasta ástæðan sé að stelpur hætta í íþróttum? 

Ég held að hér sé um samspil margra þátta. Til að nefna eitthvað myndi ég byrja á öðrum áhugamálum sem hafa það í för með sér að áhugi á íþróttum fer þverrandi.

Hvað geta íþróttafélög gert til þess að bæta það að stelpur hætti? 

Íþróttafélögin geta gert margt. Að mínu mati er nauðsynlegt að íþróttafélögin hafi það í huga að á sama tíma og verið er að vinna að framförum í íþróttinni verði umhverfið að vera áhugavert. Ef iðkandinn hefur ekki gaman af því sem verið er að gera aukast líkurnar á því að hann hætti og finni sér eitthvað annað skemmtilegra að gera. Íþróttafélögin þurfa að vanda valið vel þegar kemur að þjálfurum og finna einstaklinga sem eru góðir kennarar/þjálfarar sem geta viðhaldið eðlilegri framþróun í íþróttinni en passað upp á að á sama tíma sé umhverfið skemmtilegt, spennandi og áhugavert.

Viðtöl: About

Við spurðum nokkrar stelpur hver ástæðan væri að þær hættu í ákveðni íþrótt og hvort þær hafi íhugað að byrja aftur

Viðtöl: Text

Nafnlaust

Ég var frekar óörugg í íþróttinni og þess vegna hætti ég. Ég hefði alveg haldið áfram ef ég hefði ekki verið óörugg.
Já ég hef hugsað um að byrja aftur og ég sá smá eftir því að hafa hætt.

Herdís Eiriksdóttir

Ég fann fyrir mikilli pressu í fótbolta frá stelpunum og þjálfurum og ég var einnig óheppin með meiðsli vegna álags. 
Ég hef hugsað um að byrjað á sumrin á meðan handboltinn er í pásu.

Nafnlaust

Ég hætti vegna þess að allar vinkonur mínar voru að hætta og þá byrjaði ég að missa áhugann.
Ég hefði líklegast haldið áfram ef vinkonur mínar hefðu haldið áfram.
Nei ég hef ekki hugsað mér að byrja aftur.

Nafnlaust

Ég hafði engan áhuga á þessari íþrótt

Nei ég hef ekki hugsað mér að byrja aftur.

Viðtöl: List
bottom of page