Um okkur
Við heitum Sunna Daðadóttir og Berta Sigursteinsdóttir
Við erum að gera lokaverkefni í Grunnskóla Vestmannaeyja um hvers vegna stelpur hætta í íþróttum.
Þar sem við erum báðar í íþróttum höfðum við gríðarlegan áhuga á þessu og langar að fræðast meira um stelpur í íþróttum.
Sunna Daða
Sunna Daðadóttir
Ég heiti Sunna Daðadóttir, ég er 15 ára gömul og bý í Vestmannaeyjum. Ég æfi handbolta og mér líður mjög vel í handboltanum, það eru skemmtilegar stelpur að æfa með mér og þjálfararnir eru góðir. Mér finnst liðsheild skipta mestu máli í liðsíþrótt og erum við allar mjög góðar vinkonur enda búum við í litlu samfélagi.
Berta Sig
Berta Sigursteinsdóttir
Ég heiti Berta Sigursteinsdóttir og ég er 16 ára gömul. Ég æfi fótbolta í dag með ÍBV og mér finnst það mjög skemmtilegt. Ég hef æft aðrar íþróttir eins og handbolta og fimleika en ég hætti í því til að geta einbeitt mér að fótboltanum.